Mynd vikunnar

Ljósmynd: Ólafur Bernódusson
Ljósmynd: Ólafur Bernódusson

Myndin var tekin í skíðaskálanum 6. desember 2007 en þá höfðu Gígja Óskarsdóttir og Þorgerður Þóra Hlynsdóttir breytt skálanum í jólahús. Þar var til sölu ýmislegt jólaföndur og heitt súkkulaði með vöfflum og rjóma. Jólahúsið var skemmtilegt og fjölsótt þá daga sem það var opið. Á myndinni er fólk að njóta veitinganna og jólaandans á aðventunni.