Mynd vikunnar

 


Guðmundur Jóhannesson kafar.



Guðmundur Jóhannesson við köfunarstörf 1961.
Á bátnum Ægi eru hjálparmenn hans þeir Kristófer Árnason
slöngumaður og Þórbjörn Jónsson í talstöðinni.
Guðmundur vann lengi sem kafari, aðallega við hafnargerð,
víða um land.
Ef grannt er skoðað sést í stórt hjól lengst til vinstri á myndinni.
Þessu hjóli var snúið stanslaust meðan Guðmundur var í kafi
og með því dælt lofti niður til hans eftir loftslöngunni sem
Kristófer var ábyrgur fyrir að ekki flæktist eða á hana kæmi gat.
Mikið ábyrgðarstarf var líka að vera á talstöðinni og þurfti að ríkja
mikið traust milli kafarans og talstöðvarmannsins.
Bátinn Ægi áttu þeir  Guðmundur og Þórbjörn saman um tíma.