Mynd vikunnar

 

Mynd vikunnar

Description: C:\Users\Ljósmyndasafn\Desktop\Myndir\20100811104030920899[1].jpg

Mynd vikunnar tók Herdís Þ. Jakobsdóttir

Sagt er að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Líklega er þetta alveg rétt og þess vegna syrgir líka heilt þorp þegar eitt af þessum börnum hættir að ganga veginn með okkur og fer að ganga  um aðra og bjartari vegi. Ósögð orð sækja á hugann og áleitnar spurningar, sem engin svör fást við. Fyrst og fremst dvelur þó hugur þorpsbúa hjá þeim sem næst barninu stóðu því þeirra sorg er óendanlega sár. Stöndum saman og tökum utan um hvert annað á erfiðum stundum .