Mynd vikunnar

 

Slysavarnaæfing.




Að lokinni slysavarnaæfingu hjá Björgunarsveitinni í
nóvember 1987.
Hér hafa félagar í sveitinni stillt sér upp til myndatöku utan
við Bjarnaborg, sem þá var hús sveitarinnar.
Á myndinni eru frá vinstri: Davíð Reynisson,  Sigurjón Ástmarsson,
Árni Geir Ingvarsson, Gísli Snorrason, Ástmar Kári Ásmarsson,
Frits Hendrik Berndsen, Helgi Gunnarsson, Margrét Ólafsdóttir,
Birna Sveinsdóttir, Gunnlaugur Sigmarsson, Magnús Sigurðsson
og Jóhannes Sveinsson.
Helgi, Margrét, Birna og Magnús klæðast "Hannes original" sem
var appelsínugulur anorak með góðum vasa framan á
nefndur eftir Hannesi Þ. Hafstein sem lengi var framkvæmdastjóri
og  forstjóri Slysavarnafélags Íslands.
Árni Geir, Gísli, Kári og Hendrik eru í þurr-björgunarbúningum
sem notaðir voru af þeim sem voru um borð í Þórdísi, sem
var björgunarbátur sveitarinnar.