Mynd vikunnarEnn kveðjum  við með söknuði vel liðinn samborgara, sem lagður er upp í ferðina miklu.   Konu, sem vann sín góðu verk í kyrrþey, barði sér ekki á brjóst  en var ávallt tilbúin að rétta hjálparhönd  þeim sem stóðu höllum fæti. Sennilega er Guðmundu Sigurbrandsdóttur  best lýst með því að kalla hana „Mundu ömmu“  eins og stór hluti af krökkunum á Skagaströnd hefur gert, óháð því hvort þeir voru skyldir henni eða ekki. Öll áttu þau skjól hjá Guðmundu og gátu gengið að mjólkurglasi og kökusneið vísri við eldhúsborðið hjá henni og hlýrri hönd sem strauk um kalda kinn í mótbyr lífsins.