Mynd vikunnar

 

Fiskur um allt dekk ! .


Myndin var tekin um borð í Arnari Hu 1
- síðutogaranum  - hafísvorið 1969. Verið er að láta trollið fara
aftur eftir 20 - 30 tonna hal.
Már Hall Sveinsson (d. 1.3.2008) er á gilsinum lengst til vinstri og 
Indriði Hjaltason (d. 2.4.2006) er við spili, Guðjón Jónsson er á
forhleranum en í aðgerð eru frá vinstri:
Magnús B. Jónsson, Viggó Maríasson (d. 30.7.1973) og
Óskar Kristinsson, sem snýr baki í myndavélina.
Maðurinn milli Viggós og Óskars er óþekktur.