Mynd vikunnar

 
Hjónin í Árnesi.


Fritz H. Berndsen, sem byggði Árnes 1899 og bjó þar,
situr hér við stofuborðið í Árnesi ásamt seinni konu sinni
Jónínu J. Berndsen.
Fritz leggur kapal en Jónína er með eitthvað á prjónunum.
Enn má fara í heimsókn í Árnes, sem er elsta húsið á Skagaströnd 
og er nú safn,  og skoða m.a. ljósalampann sem sést á myndinni.