Mynd vikunnar

 
Höfðaborg Hu 10.




Í bókinni "Sjósókn frá Skagaströnd & Vélbátaskrá 1908 - 2010" eftir
Lárus Ægi Guðmundsson segir eftirfarandi um þetta skip:    
"Höfðaborg Hu 10. Togarinn var smíðaður úr stáli í Selby á
Englandi árið 1916 og keyptur til Íslands 1919.
Hann var 337 brl. með 600 ha. 3ja þjöppu gufuvél og var fyrsti
togarinn sem Skagstrendingar eignuðust.
Skipið hét Belgaum RE 153 þegar það var keypt til Skagastrandar í
nóvember 1951 og gert út til 1954 af Höfðaborg h/f.
Eigendur þess voru Höfðahreppur og allmargir íbúar í kauptúninu.
Þetta reyndust fremur slæm kaup því skipið var lélegt og t.d. urðu
menn að strengja segldúksbleðla yfir efstu kojurnar til að beina
dekklekanum fram á gólfið.
Síðasta sumarið sem togarinn var gerður út fór hann á síldveiðar
en árangur varð ekki mikill.
Togarinn var seldur í niðurrif til útlanda og tekinn af skrá í
maímánuði 1955.
"
Myndin er í eigu Muna- og Minjasafns Skagastrandar.
Gefandi: Helga Berndsen Karlsskála á Skagaströnd í júlí 1996.