Mynd vikunnar



Skátar - ávallt reiðubúinn    .
Öflugt skátastarf var á Skagaströnd á sjöunda áratugnum og
fram á þann áttunda. Meirihluti unglinga á Skagaströnd,
á þessum árum, tók þátt í skátastarfinu sér til uppbyggingar og
ánægju.  
Þessi mynd var tekinn af hópi skáta úr Sigurfara, sem var nafn
skátafélagsins  á Skagaströnd,  að leggja af stað í gönguferð á
Spákonufellsborg í vetrarfærð.
Frá vinstri: Kristín Lúðvíksdóttir Steinholti, Birgir Júlíusson
Höfðabergi, Kristinn Lúðvíksson Steinholti, Þórunn Bernódusdóttir
Stórholti, Pálfríður Benjamínsdóttir Skálholti, Jóhann Björn Þórarinsson
Höfðaborg, Hrafnhildur Jóhannsdóttir Blálandi
og Hallbjörn Björnsson Jaðri.
Í baksýn er hluti af útbænum með mörgum húsum sem eru horfin
í dag.
Myndina, sem sennilega var tekin einhverntíma á árunum 1965 - 1970,
tók Þórður Jónsson sem lengi var félagsforingi Sigurfara.