Mynd vikunnar

 
Sérhæfðir fiskvinnslumenn.Fólkið á þessari mynd var starfsfólk Hólaness hf meðan þar
störfuðu kringum 40 manns við fiskvinnslu.
Fólkið sat námskeið á vegum fyrirtækisins 1987 og hlaut eftir
það starfsheitið: Sérhæfður fiskvinnslumaður.
Hólanes hf  hélt sínu fólki kaffisamsæti við lok námskeiðsins og
öllum voru afhent skírteini og blóm í tilefni dagsins.
Frá vinstri: Guðný Björnsdóttir, Sólveig Róarsdóttir,
Anna H. Aspar (d. 1.9.1999), Guðbjartur Sævarsson,
Bernódus Ólafsson (d. 18.9.1996), Rúnar Jóhannsson er á
bakvið óþekkta konu, Fjóla Jónsdóttir, Magnús Guðmannsson,
Guðrún Magnúsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Gunnar Stefánsson,
Soffía Pétursdóttir, Arnar Arnarsson, Bergljót Óskarsdóttir (d. 22.2.2004),
Amy Eymundsdóttir (d. 7.3.2012), Þórunn Þorláksdóttir,
Salóme Jóna Þórarinsdóttir,  Matthildur Jónsdóttir (d. 5.6.2015),
Þorgeir Jónsson, Bjarnhildur Sigurðardóttir, Erna Högnadóttir,
Inga Þorvaldsdóttir (d.14.12.2012) og Erna Sigurbjörnsdóttir.

Myndin var tekin í kaffistofu Hólaness hf.