Mynd vikunnar

 

Síldarsöltun.


Síldarsöltun á Skagaströnd 1935 - 1940.
Söltunarplanið var fullgert fyrir síldarvertíð 1935 og hófst þá þegar söltun
þar. Hafnarhúsið sem sér í  til vinstri á myndinni var byggt sumarið
1935 en seinna (1943 - 1945) flutt á núverandi stað til að rýma fyrir
verksmiðjubyggingunni.
Bryggjan skemmdist um veturinn 1936 þannig að hún gekk upp um
miðbikið (allt að 1 metra) og var hún því rifin niður og endurbyggð vorið
1937. 
Húsin í baksýn eru frá hægri: Lækjarbakki (gamli bærinn),
Jaðar (Efri Jaðar), Lækur og Karlsskáli.
Á bak við staur sem er á planinu má sjá Brúarland og lengst
til vinstri er Gamla búðin.
Önnur hús eru óþekkt.