Mynd vikunnar

 
Grjótnám í Höfðanum.


Á þessari mynd eru verkamenn við grjótnám í Höfðanum
vegna hafnargerðar á Skagaströnd 1934.
Milli 40 og 60 verkamenn unnu við hafnargerðina þetta sumar.
Grjótið var sprengt úr Höfðanum og komið upp á vörubíl,
oftast með handafli, og síðan flutt í uppfyllingu frá landi og út í
Spákonufellsey, sem einnig var brotin niður að hluta og notuð í
uppfyllinguna.
Strax sumarið 1935 var svo söltuð síld á tréplani í höfninni,
sem gjörbreytti allri aðstöðu fyrir báta og fiskmóttöku.
Húsin í baksýn voru Melstaður (nær) og Laufás lengst til vinstri.