Mynd vikunnar

 

Guðbjörg Gylfadóttir Íslandsmeistari.


Guðbjörg Gylfadóttir fær hamingjuóskir frá Magnúsi B. Jónssyni
sveitarstjóra á Skagaströnd eftir að hún hafði sett nýtt Íslandsmet í
kúluvarpi kvenna.
Íslandsmetið, sem var kast upp á 16.33 metra,  setti hún 17. maí 1992.
Metið stendur  enn og er að verða eitt af elstu Íslandsmetunum.  
Myndin var tekin í júní 1992 á hótel Dagsbrún þar sem haldið var upp á 
afrek þessarar glæsilegu íþróttakonu með litlu kaffiboði.
Í baksýn sér í Guðbjörgu Viggósdóttur en myndina tók Ólafur Bernódusson.