Mynd vikunnar

 
Göngum við í kringum....


Litlu jól í skólanum eru alltaf tilhlökkunarefni nemenda
og starfsfólks. Þann dag mæta nemendur og kennarar í betri
fötunum í skólann og eiga saman skemmtilega og notalega stund
fyrir jólafríið.
Þessi mynd var tekin á litlu jólunum  í Höfðaskóla 1983. Íþróttahúsið var
ekki komið svo þá var gengið syngjandi kringum jólatré á sal í þá nýrri
viðbyggingu við skólann.
Frá hægri: Elísabet Hallbjörnsdóttir, Jóney Gylfadóttir, óþekkt,
Guðmundur Haukur Sigurðsson kennari, óþekktur, Guðmundur Oddsson,
Jóhann Ásgeirsson, Jón Indriðason, óþekktur, Magnús B. Jónsson kennari,
Ingvi Sveinn Eðvarðsson, Kristjana Jónsdóttir, óþekkt,
Sigríður Ásgeirsdóttir, Guðmunda Ólafsdóttir,
óþekktar stúlkur en lengst til vinstri  er Þorbjörg Eðvarðsdóttir.