Mynd vikunnar

 
Snjótittlingar


Þessi mynd á  að minna okkur á  gefa smáfuglunum
þegar hart er á jörð.
Það getur verið ótrúlega gaman að fylgjast með þessum varkáru
fuglum tína í sig korn eða brauðmola rétt fyrir utan gluggann.
Kattaeigendur eru líka beðnir að huga að því að halda þeim fjarri
fuglunum því veiðieðli kattanna er ekki auðvelt að temja.
Myndina tók Hjalti Viðar Reynisson og sendi í Ljósmyndakeppni sveitarfélagsins árið  2010.