Mynd vikunnar

 


Vísir Hu 10 í hafís

Vísir Hu 10 fastur í hafís framan við höfnina á Skagaströnd.
Myndin er tekin hafísárið 1965. Karlarnir eru komnir út á ísinn
og eru að spá í framhaldið.
Vísir gerði út á þorskanet þetta vor og aflaði oft vel - ef fært var
á sjó vegna hafíssins. Varlega varð að fara innan um ísinn og
reyna að nýta þær lænur sem hægt var til að komast leiðar sinnar. 
Um borð voru bræðurnir Jón Stefánsson (d.3.8.1991) 
og Jósef Stefánsson (d.9.12.2001), Bernódus Ólafsson (d.18.9.1996) 
og Sigurður Árnason (d.26.3.2013) sem var skipstjóri.
Myndina tók Þórður Jónsson (d. 25.12.2010), sem þá var fréttaritari
Morgunblaðsins, og birtist myndin, ásamt fleirum,
í Morgunblaðinu nokkrum dögum seinna.