Mynd vikunnar

 
Kranabíll hafnarinnar.


Kranabíllinn H-533 var í eigu Skagastrandarhafnar. Þetta var GMC
bíll með nokkuð öflugum krana og var alltaf kallaður hafnartrukkurinn.
Stjórnhúsið á krananum sjálfum var smíðað af vélaverkstæði
Karls Berndsen.
Bíllinn var mikið notaður við hífingar í löndunum á fiski, steypuvinnu og
fleiru.  Einnig var hann leigður út, með manni, í ýmis verkefni í héraðinu.
Bíllinn endaði svo ævi sína sem brotajárn.
Myndin var tekin af bílnum utan við Héðinshöfða  en þar bjó, í suðurendanum,
Kristinn Jóhannsson (d. 9.11.2002) með sinni fjölskyldu. Kristinn var
hafnarvörður í nokkur ár og sá um bílinn og vann á honum.
Til gamans má geta þess að bíllinn í baksýn var í eigu
Ástmars Ingvarssonar (d. 10.10.1977) sem bjó í norður enda
Héðinshöfða með sínu fólki. Á þessum bíl ók hann fólki í hópferðum á
böll hingað og þangað og fór einnig í lengri ferðir um land allt.