Mynd vikunnar

 





Enn hefur eitt af ljósunum á Skagaströnd slokknað,  ljós sem skein skært á sínum tíma og lýsti mörgum leiðina til betra lífs. 
Þó svo að ljósið hafi dofnað síðustu ár mátti alltaf sækja sér birtu og yl í það með því að hitta Maríu Magnúsdóttur sem nú lýsir á öðrum, ókunnum slóðum.  
Allir sem til hennar þekktu vissu að þar fór gæða- og  gáfumanneskja sem alltaf hafði tíma til að taka á sig krók til að aðstoða þá sem aðstoð þurftu - sérstaklega ef  það fór ekki hátt.
María var „amman“ í götunni þar sem  stundum myndaðist  biðröð við eldhúsgluggann hennar á sunnudögum af  börnum sem biðu eftir að fá volga pönnuköku  afgreidda út um gluggann. Þar fór engin bónleiður til búðar frekar en aðrir sem til Maríu leituðu.

María lést á Sæborg  2. febrúar sl. og fer útför hennar fram laugardaginn 20. febrúar frá Hólaneskirkju.