Mynd vikunnar

 

Þorbjörg Ragna Þórðardóttir.

Ferðin eftir brúnni yfir í annan heim getur verið löng og erfið en við trúum því að þegar  yfir brúna er komið líði öllum vel og sjúkdómar, erfiðleikar og áhyggjur séu að baki. Þorbjörg  Ragna barðist við sjúkdóm sinn af yfirvegaðri ró þar til yfir lauk og æðraðist ekki.  Í veikindunum,  eins og reyndar ávallt, var það hin stóra fjölskylda hennar sem var haldreipi hennar og gleði.  Þar birtist hringrás lífsins meðal annars í  lítilli nýfæddri ömmustelpu sem Ragna fékk að kynnast og gleðjast yfir í nokkra daga áður en hún hóf ferðalagið mikla yfir í heim ljóssins. Við þökkum henni samfylgdina

Þorbjörg Ragna Þórðardóttir lést 15. febrúar og verður jarðsungin frá Hólaneskirkju laugardaginn  27. febrúar klukkan  14:00.