Mynd vikunnar

 
Íslandsmet.


Þessi mynd var tekin af áhöfnum Arnars Hu-1 hinn
23. desember 1999. Þá hafði Arnar náð því takmarki,
fyrstur íslenskra togara, að aflaverðmæti landaðs afla á árinu var
komið yfir einn milljarð. Af þessu tilefni var drifið í myndatöku
og á eftir bauð útgerðin upp á léttar veitingar um borð fyrir áhöfnina
og aðstandendur þeirra.
Á myndinni eru frá vinstri: Tryggvi Hlynsson, Bæring Skarphéðinsson,
Guðmundur Andersson (nær), óþekktur (fjær), Ernst Berndsen,
Ingvar Þór Jónsson, Ágúst Ómarsson, Hafsteinn Pálsson (fjær),
Ingibjörg Skúladóttir (nær), Sigurjón Ingólfsson, Hólmgeir Kristmundsson,
Valdimar Viggósson, Indriði Sigurðsson (nær),  Hafþór Gylfason (fjær),
Jónas Þorvaldsson, Óskar Kristinsson (nær), Einar Ásgeirsson (í miðið),
Reynir Lýðsson (fjærst), Þröstur Árnason (fjær), Jóhannes Indriðason (nær),
Einar Kristberg, Guðjón Guðjónsson, Guðmundur Finnbogason,
Guðmundur Gunnlaugsson?, Björn Sigurðsson, Árni Ólafur Sigurðsson (nær), 
Þórarinn Eiðsson (d.14.6.2002) (fjær), Sævar Berg Ólafsson (nær), 
Jóhann Ásgeirsson (fjær), Slavko Velemir, Bjarni Ottósson, Gunnar Reynisson,
óþekktur, Víðir? og  Finnur Kristinsson.
Eins og sjá má á borðanum voru aflaverðmætin orðin einn milljarður og
25 milljónir þennan dag.
"Milljarðakassinn" er svo fyrir framan hópinn.
Ef þú þekkir óþekktu mennina vinsamlega sendu okkur þá
athugasemd.