Mynd vikunnar

 

Signý Magnúsdóttir.


Hringrás lífsins hefst með því að við fæðumst. Síðan tekur lífið við með þeim hlutverkum sem okkur er ætlað að leika og svo, þegar við höfum leikið þau til enda,  þá deyjum við. Nýlega lauk Signý Magnúsdóttir  hlutverki sínu, eftir að hafa leikið það með sóma, og hvarf af leiksviði lífsins. Síðasta hlutverk hennar hafði verið að berjast við sjúkdóm sem ekki lætur laust, eftir að hafa náð tökum sínum.  Hugur okkar og samúð er hjá aðstandendum Signýjar.

Signý Magnúsdóttir lést 7. apríl og  verður jarðsungin frá Hólaneskirkju mánudaginn 18. apríl klukkan 14:00 .