Mynd vikunnar

 

Edda Pálsdóttir

Hógværð, prúðmennska og skyldurækni eru orð sem koma í hugann þegar hugsað er til Eddu Pálsdóttur, nú þegar hún hefur lagt af stað í sína síðustu ferð. Vinir hennar minnast Eddu sem trausts vinar með góða nærveru sem alltaf var til staðar fyrir þá í blíðu og stríðu, jákvæð og skemmtileg. Við andlát sitt  kallaði  hún fram það besta hjá ungmennunum okkar á Skagaströnd sem sýndu þá samstöðu og samhjálp, sem einkennir samfélag okkar þegar á reynir.

Edda Pálsdóttir lést 8. apríl og verður jarðsungin frá Hólaneskirkju 23. apríl klukkan 14:00