Mynd vikunnar

 

Bjarnhildur Sigurðardóttir.

Hún er sterk sú taug dregur fólk til heimahaganna  eftir að hafa flutt í burt og búið annars staðar um tíma, einhverra hluta vegna. Þá er gott að eiga sér vísa síðustu hvílu við rætur  fallega fjallsins sem umfaðmar byggðina og er okkur svo kær. Þann kost valdi Bjarnhildur Sigurðardóttir þannig að segja má að hún sé nú komin heim aftur. Bjarnhildur vann marga sigra á leiksviði lífsins ekki síður en á leiksviðinu í Fellsborg  þar sem hún lék í mörgum uppsetningum Leikklúbbs Skagastrandar á sinni tíð. Við sem þekktum Bjarnhildi  þökkum henni góða samfylgd í lífinu.

Bjarnhildur Sigurðardóttir lést 22. apríl síðastliðinn og verður jarðsungin frá Hólaneskirkju föstudaginn 13. maí klukkan 14:00.