Mynd vikunnar

 
Ásdís Hu 10.


Ásdís Hu 10 sjósett í fyrsta sinn.
Um þennan bát er ritað í bókinni: Sjósókn frá Skagaströnd & vélbátaskrá
1908 - 2010, eftir Lárus Ægi Guðmundsson :
" Ásdís HU 10 1183. Báturinn var smíðaður úr eik á Skagaströnd árið 1971.
Hann var 21 brl. með 185 ha. Kelvin Dorman vél.
Eigendur voru Elvar Valdimarsson, Skagaströnd og Guðbjörn Hallgrímsson, Hafnarfirði.
Báturinn sökk út af Þorlákshöfn 3. desember 1971. Fjórir menn voru á bátnum
og björguðust allir um borð í Jón Vídalín ÁR 1 frá Þorlákshöfn.
Þetta var fyrsti báturinn sem smíðaður var hjá Skipasmíðastöð
Guðmundar Lárussonar hf á Skagaströnd".