Mynd vikunnar

 
Skógræktarfólk.


Þessi mynd var tekin í júní 1992 af hópi krakka og leiðbeinenda eftir
vel heppnaðan gróðursetningardag í hlíðum Spákonufells.
Í fremstu röð frá vinstri: Kolbrún Viggósdóttir, Kristín Þórðardóttir,  
Arnar Ólafur Viggósson, Jóhannes V. Grétarsson, Jón Örn Stefánsson,
Jóhann Guðbjartur Sigurjónsson og óþekkt. 
Í annarri röð frá vinstri: Gestur Arnarson, óþekktur, Sigurður Berndsen,
Árni Max Haraldsson, Ástmar Sigurjónsson, Jón Ólafur Sigurjónsson, 
Ragna Gunarsdóttir,  óþekkt, Ásta Ásgeirsdóttir og Salóme Ýr Rúnarsdóttir.
Aftast eru frá vinstri: Guðjón Magnússon leiðbeinandi 
og Kristján Gunnar Guðmundsson.
Það er gaman fyrir þetta fólk að líta yfir svæðið í dag og sjá góðan
árangur starfs síns í plöntum sem nú eru um tveggja metra há tré.