Mynd vikunnar

 


Heiðursmenn á sjómannadegi.

Hér eru heiðursmennirnir Lúðvík Kristjánsson (d. 10.2.2001),
Snorri Gíslason (d. 29.5.1994) og Jóhann F. Pétursson (d. 13.1.1999)
á sjómannadegi á Skagaströnd.
Allir settu þessir menn sterkan svip á bæinn meðan þeir lifðu, hver á
sinn hátt.
Lúðvík bjó í Steinholti með konu sinni Sigríði Frímannsdóttur og fjórum
börnum, Snorri í Höfðatúni með sinni konu, Jóhönnu Jónasdóttur, og syni
en Jóhann bjó á Lækjarbakka og hans kona var Sigríður Ásgeirsdóttir
og saman áttu þau fjögur börn.
Myndina tók Jón Jónsson.