Mynd vikunnar

 
Frystihúsið.


Á myndinni er frystihús Kaupfélagsins sem seinna varð Hólanes hf.
Myndin er tekin áður en miklar breytingar voru gerðar á húsinu og
ekki var búið að fylla upp í víkina fyrir neðan sundlaugina,
sem er lengst til hægri á myndinni.
Í mörg ár rak Kaupfélagið sláturhús á neðri hæð hússins á hverju hausti.
Þá voru líka frystigeymslur fyrir almenning uppi í millibyggingunni milli
aðal frystihússins til vinstri og vélahússins til hægri.
Stigin sem sést liggja upp á þak skúrsins fyrir miðri mynd var notaður til
að komast í frystihólfin sem voru innan við dyrnar á risinu á
millibyggingunni.
Ekki er vitað hvenær Guðmundur Guðnason tók þessa mynd en ef
grannt er skoðað má sá hafíshrafl á sjónum.