Mynd vikunnar

 
Löndun.


Hallbjörn Björnsson (Halli Boss) landar fiski úr
Sigurði Hu -18 við "Litlu bryggju".
Á bryggjunni er Guðmundur J. Björnsson bróðir Hallbjörns og
býr sig undir að tína fiskinn upp á kerruna sem sér í hornið á
til vinstri. 
Faðir Hallbjörns, Björn Sigurðsson (d. 5.10.1999) frá Jaðri,
smíðaði Sigurð Hu -18 árið 1966  og reri á honum til fiskjar
endrum og sinnum. Aðallega var báturinn þó gerður út á grásleppu
af Sigurði Björnssyni bróður Hallbjörns og Guðmundar.
Sigurður Hu-18 er enn til og er í öruggri vörslu Sigurðar Björnssonar.
Reyndar var skipt um nafn á bátnum því Sigurðar nafnið  var í
einkaeigu og var hann því nefndur Sigurður Jónsson eftir það.
Báturinn aftan við Sigurð hét Ósk Hu og var í eigu 
Stefáns Stefánssonar (d. 2.1.1988).
Aftast sér svo í Víking St-12 sem var í eigu Péturs Ástvaldssonar
á Hólmavík. Pétur fórst ásamt öðrum manni með
Víkingi í mars 1971. 
"Litla bryggjan" er nú löngu horfin en hún var um það bil þar sem
nú er suð-austur hornið á Miðgarði (Arnarsbryggjunni).
"Litla bryggjan" lækkaði fram til endans til að  auðveldara væri að
landa fiski við hana eftir stærð bátsins sem landað var úr.
Maðurinn fremst á bryggjunni er  óþekktur.