Mynd vikunnar

 
Spákonufellsrétt 1969.


Réttastörf í Spákonufellsrétt 1969. Fólkið á myndinni er,
frá vinstri: Jóhannes Hinriksson (d.27.10.1973) Ásholti,
Lárus Árnason (d. 21.5.2011) Ási, Anna Bára Sigurjónsdóttir Sunnuhlíð
og Kári Lárusson Ási.
Á þessum tíma var mjög algengt að menn á Skagaströnd ættu nokkrar
kindur og er talið að þá hafi verið allt að 3000 fjár í eigu Skagstrendinga
og starfandi var Sauðfjárræktarfélag Skagstrendinga.
Í dag (2016) má ætla að kindurnar séu milli 20 og 40.
Ef grannt er skoðað má sjá skátaskálann upp í hlíð Spákonufells. Skálann
ber yfir höfuð Önnu Báru. Skálann byggðu skátarnir á Skagaströnd
en hann stóð einungis í nokkur ár því hann sligaðist að lokum
undan snjó og eyðilagðist.