Mynd vikunnar

 
Jónína Valdimarsdóttir 100 ára.Jónína Guðrún Valdimarsdóttir frá Kárastöðum á
100 ára afmæli þann 29. nóvember 2016.
Þessi aldna heiðurkona er mannasættir sem  talar aldrei illa um
nokkurn mann þrátt fyrir oft erfiða æfi.
Lengi var hún ráðskona  hjá bræðrunum Kára (d.11.12.1990) og
Sigurbirni Kristjánssonum (d.10.9.1989) á Kárastöðum og hélt þeim
heimili ásamt dóttur sinni. 
Jónína eignaðist tvö börn, Svavar Bergmann Indriðason 1939, sem  
lést 1.nóv. 2010,  og Kristínu Ragnheiði Sigurðardóttur 1949, sem var
með móður sinni á Kárastöðum. 
Jónína dvelur nú á Sæborg í góðu yfirlæti og og við góða líðan. 
Myndina af Nínu tók Jón Jónsson árið 1990.