Mynd vikunnar

 
Bátaleikur.


Þessi bátur, Bliki, endaði ævidaga sína á túninu á Litla Felli
eftir að hafa gegnt hlutverki sínu á sjó. Börnin frá Felli skemmta
sér um borð.
Axel Gígjar Ásgeirsson er í stýrishúsinu, Einar Ásgeirsson heldur á
fánanum og hjá honum stendur Ólafur Ásgeirsson.
Stúlkan í grænu buxunum er líklega Anna Guðrún Ásgeirsdóttir en
barnið í köflóttu peysunni er óþekkt.
Ef þú þekkir barnið vinsamlega sendu okkur þá athugasemd.