Mynd vikunnar

 
Áhöfn Húna 1
Áhöfn Húna 1 prúðbúin á góðri stund. Aftari röð frá vinstri:
Gunnar Sveinsson, Gylfi Sigurðsson, Sigmundur Magnússon og
Indriði Hjaltason (d. 2.4.2006).
Sitjandi frá vinstri: Gunnar Albertsson, Guðmundur Lárusson og
Hákon Magnússon. Hákon og Gunnar voru meðal eigenda Húna og
var Hákon farsæll skipstjóri en Gunnar var vélstjóri um borð.
Ekki er vitað hvenær myndin var tekin en hún kemur úr safni
Gunnars Albertssonar.