Mynd vikunnar

 

SnjóaveturÓvenju snjólétt hefur verið á Skagaströnd það sem af er
vetri 2016 - 2017.
Þessi mynd er sett hér inn til að minna fólk á að svo hefur ekki alltaf verið.
Til dæmis var gríðarlegur snjór á Skagaströnd í janúar - maí 1995 með 
sífelldum  illviðrum.
Snjómokstur gekk erfiðlega því erfitt var að koma snjónum fyrir nema
aka honum í sjóinn. Fljótlega var því gripið til þess ráðs að þjappa snjóinn
með jarðýtu og síðan var ekið ofan á snjósköflunum kannski tveggja metra
þykkum.
Þessi mynd var tekin í Mýrinni og sýnir fannfergið þar.