Mynd vikunnar

 
Síldarþrærnar



Myndin var tekin 1962 og sýnir síldarþrærnar við verksmiðjuna.
Þrærnar voru í tveimur átta þróa röðum með vegg á milli.
Í botninum, á milli þeirra, var færiband sem flutti síldina úr þrónum 
inn í verksmiðjuna sjálfa sem er fyrir endanum á myndinni. 
Til vinstri á myndinni er svo færibandið sem flutti síldina frá
löndunarkrananum og í þrærnar. Til vinstri  og hægri við þrærnar  voru
skúrar eða lítil hús sem notaðir voru sem geymslur undir t.d. salt,
rotvarnarefni og annað sem  verksmiðjan notaði.
Syðsti skúrinn hægra megin var þó notaður fyrir síldarradíóið en þar var
alltaf maður á vakt yfir síldveiðitímann og voru skipin í sambandi
við hann með aflatölur, löndunartíma og annað þess háttar.
Þrærnar hafa nú verið brotnar niður til að skapa gámapláss á höfninni
en ef einhvern langar að púsla þeim saman aftur þá er grjótmulningurinn
úr þeim í haug í grifjunni fyrir ofan Spákonufellsrétt :-).

Senda upplýsingar um myndina