Mynd vikunnar

 
Sjoppan á Karlsskála


Myndin er af fyrstu sjoppunni á Skagaströnd en hún var rekin í
græna timburhúsinu sem stendur vinstra megin við við Karlsskála.
Ernst Berndsen (d. 21.8.1983) á Karlsskála var umboðsmaður fyrir
olíufélagið BP á Íslandi og rak hann sjoppuna með Helgu dóttur sinni.
Bensíndæla frá BP var fyrir utan sjoppuna eins og sést á myndinni.
Ein af nýungunum sem sjoppan var með á sínum tíma var að fara að
selja ís, pinnaís og ís í pökkum, upp úr frystikistu í sjoppunni.
Lengst af var ekki fastur opnunartími í sjoppunni heldur þurfti að fara og
banka á dyrnar á Karlsskála og biðja um afgreiðslu.
Sjoppan var rekin í allmörg ár á árunum um og eftir 1960.
Konurnar og börnin á myndinni eru óþekkt en ef þú þekkir þau
vinsamlega sendu þá Ljósmyndasafninu athugasemd.
Senda upplýsingar um myndinaSkráning