Mynd vikunnarJónmundur Ólafsson


Jónmundur Ólafsson lést 19. apríl síðast liðinn
og verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju á 83.afmælisdegi sínum 3. maí  næstkomandi klukkan 14:00.

 Jónmundur gekk ávallt galvaskur til allra verka, kátur og hress. Hann lét áföll lífsins ekki beygja sig andlega þó líkaminn bognaði og gæfi eftir. Nú gengur hann glaður inn í eilífa vorið, eins og hann gerði öll vor lífsins, óhræddur og iðandi af starfsorku.
Í þetta sinn gengur hann beinn í baki og verkjalaus til að kanna nýjar lendur og tilbúinn að taka til hendinni ef þarf. Jónmundar er minnst fyrir atorkusemi og góðmennsku en hann rétti mörgum hjálparhönd án þess að aðrir vissu. Við sem þekktum Jónmund þökkum honum farsæla samfylgd gegnum lífið