Mynd vikunnar


Síldarverksmiðjan í byggingu


Síldaverksmiðjan í byggingu árin 1945 - 1947.
Myndin hefur líklega verið tekin af efstu hæð vinnupalls
sem var utan á stóra verksmiðjuskorsteininum.
Þrærnar sem eru lengst frá á myndinni hafa verið brotnar niður
og fjarlægðar og sama má segja um rörið sem á myndinni liggur
frá verksmiðjunni að mjölskemmunni sem er utan myndar.
Eftir þessu röri var mjölinu blásið heim í skemmuna þar sem það
var sekkjað og geymt þar til það var selt og sent í burtu.
Eins og sjá má á myndinni var hafnargarðurinn - Útgarður- ekki
kominn nema að litlu leiti.