Mynd vikunnar

 
Jeppaferð.Á sumardaginn fyrsta - í apríl - 1995 var veður einstaklega gott
og fallegt. Þá fór nokkur hópur fólks á fjórhjóladrifnum bílum í hópferð
um Skagaheiðina. Farið var upp frá Steinnýjarstöðum og ekið norður
að Aravatni en síðan, sem leið liggur, suður alla heiðina á hjarni og
komið niður í Norðurárdal hjá bænum Þverá. Stoppað var nokkrum ínnum
á leiðinni til að njóta veðurblíðunnar og að renna fyrir silung gegnum ís.  
Á þessari mynd eru þeir Baldvin Hjaltason til vinstri og Hafsteinn Pálsson
til hægri að gera færin sín klár til að renna í Hraunvatni.

Senda upplýsingar um myndina