Mynd vikunnar

 Rækjuvinnsla

Rækjuvinnslan var byggð á árunum 1971- 1974 og var þá
hafin rækjuvinnsla í húsinu. Vinnsla lagðist svo af þar árið 2004 eftir
samruna Skagstrendings Hf við FISK Seafood á Sauðárkróki.
Meðan vinnsla var í gangi í húsinu var Rækjuvinnslan einn af
burðarásunum í atvinnulífinu á Skagaströnd með tugi fólks í vinnu.
Á þessari mynd eru tvær drottningar, Inga Lára Sigurðardóttir til vinstri
og Árný Helgadóttir til hægri.
Myndin var tekin sumarið 1993.