Mynd vikunnar

 


Tónleikar í Tunnunni

Unglingahljómsveit leikur á skemmtun í Tunnunnni.
Líklega er þetta hljómsveit sem kallaðist Tíglar.
Frá vinstri: Steindór Haraldsson á bassa, Reynir Sigurðsson á trommur,
Bergur Þórðarson á gítar, Hjörtur Guðbjartsson á gítar.
Myndin er tekin einhverntíma á árunum 1963 - 1968.

Til gamans má geta þess að þessar fallegu peysur voru prjónaðar af
Jóhönnu hans Adda (Jóhanna Sigurjónsdóttir d. 15.12.1990) eins og
hún var alltaf kölluð. Allar hljómsveitir á þessum tíma voru í hljómsveitar
búning og þetta var okkar.
Þetta voru gífurlega þétt prjónaðar flíkur og lítil loftræsting í gömlu
tunnunni þess vegna átti ég í vandræðum með að komast úr peysunni
er heim kom. Litirnir höfðu fært sig úr peysunni yfir á búkinn og leit
skinnið  út
  líkt og að ég væri með nýtt tattú á skrokknum.
En þetta fór af með góðum skammti af grænsápu.
(Sent inn af Reyni Sigurðssyni frá Þórsmörk)