Mynd vikunnar

Skarfur kemur úr kafi

Í ágúst 1988 var stór kranbíll að slaka bát á sjóinn við Skúffugarðinn.
Ekki fór betur en svo að stuðningsfótur kranans gaf sig og hann steyptist
í sjóinn ofan á bátinn sem hann var að hífa og lenti líka á trillunni Skarfur
í eigu Þorvalds Skaftasonar sem lá við garðinn.
Allt fór á bólakaf, kraninn, báturinn sem verið var að hífa og Skarfur.
Ung kona sem var inni í kranabílnum þegar óhappið varð slapp naumlega
út um framrúðu hans eftir að hann var kominn á botninn.
Á þessari mynd er síðan annar krani að hífa Skarfinn úr kafinu eftir
óhappið.

Senda upplýsingar um myndina