Mynd vikunnar

Jólasveinar

Skíðadeild Fram starfaði af miklum krafti um árabil, sá um skíðalyftuna
í Spákonufelli og byggði skíðaskálann.
Eftir nokkur snjólítil ár lagðist starfsemin af og á sama tíma var byggð
upp fyrsta flokks aðstaða í Tindastóli. Meðan skíðadeildin var og hét var
hún með samning við jólasveinana, um dreifingu á jólapósti á
Skagaströnd fyrir jólin. Samningurinn fól einnig í sér að félagar í
skíðadeildinni tækju á móti póstinum fyrir sveinana dagana fyrir jólin.
Á þessari mynd, sem tekin var á Þorláksmessu 1990, má sjá að jólasveinarnir
hafa tekið fjórhjól í þjónustu sína við dreifinguna enda slík hjól tilvalin til
fjallaferða og aðdrátta fyrir grýlu gömlu. .

Senda upplýsingar um myndina