Mynd vikunnar



Kvenfélagskonur á þorrablóti
Konur úr kvenfélaginu Einingin á þorrablóti í Tunnunni einhverntíma
á sjöunda áratugnum. Maturinn er kominn á borðið og allt er tilbúið
fyrir gestina. Stólarnir hafa verið fengnir að láni í skólanum og fólk þurfti
sjálft að koma með diska og hnífapör með sér að heiman.
Frá vinstri eru: Gestheiður Jónsdóttir, Helga Berndsen, Sigríður Ásgeirsdóttir,
Elísabet Árnadóttir (Bebbý), Karla Helgadóttir, Jóhanna Gunnlaugsdóttir
og Anna Halldórsdóttir Aspar. 
Matinn unnu konurnar að mestu sjálfar, gerðu slátur, lifrapylsu og lundabagga
og súrsuðu, sviðu svið og gerðu sviðasultu, bökuðu brauð og og flatkökur og sáu
til þess að einhver heimamaður framleiddi harðfisk fyrir þær.
Skemmtiatriði voru ofast í formi upplesturs og fjöldasöngs en síðan var dansað
að borðhaldi loknu eins og nú er gert við undirleik hljómsveitar þar sem
harmónikan var í aðalhlutverki.
Senda upplýsingar um myndina