Mynd vikunnar

 
Ingibjörg BjörgvinsdóttirEnn er höggvið skarð í hóp samborgara okkar á Skagaströnd.

Hæglát og ljúf kona, sem ekki barst mikið á, hefur nú stigið inn í
heim ljóssins, sem hún trúði svo einlæglega á.
Við sem fengum að vera Ingu samferða í lífinu kveðjum hana með söknuði
og þökkum góð kynni. Sérstaklega minnumst við hennar góða starfs í
kirkjukórnum þar sem hún var ein af undirstöðunum sem kórinn byggir á
allt þar til sjúkdómar gerðu henni ókleift að starfa þar lengur.
Nú er hugur okkar hjá aðstandendum hennar sem eiga góðar minningar
um konuna sem var akkerið í lífi þeirra.

Ingibjörg Björgvinsdóttir lést á heimili sínu 14. febrúar síðastliðinn en hún
verður jarðsungin frá Hólaneskirkju laugardaginn 24. febrúar klukkan 14:00.