Mynd vikunnar

 

Árni Guðbjartsson.


Eftir snarpa baráttu við illvígan sjúkdóm hefur Árni nú lagt inn
árarnar og er kominn í skjól í þeirri höfn sem bíður okkar allra.
Þaðan mun hann væntanlega róa á ný og önnur mið en þau
sem hann sótti af svo mikilli elju hér á jörðinni.
Hann barst ekki mikið á en vann störf sín af dugnaði og trúmennsku,
léttur í skapi og fullviss um þann kúrs sem hann tók hverju sinni.
Vinsæll, ráðagóður og hjálpsamur eru fyrstu orðin sem koma upp í
hugann þegar Árna er minnst.
Hugur okkar og samúð er hjá aðstandendum hans sem nú sjá eftir
góðum dreng inn í heim ljóssins.

Árni Guðbjartsson lést 20. febrúar síðastliðinn en útför hans verður frá
Hólaneskirkju föstudaginn 2. mars klukkan 14:00