Mynd vikunnar

 


Við fjárhúsin

Hér hefur fólkið stillt sér upp til myndatöku framan við
óþekkt fjárhús árið 1961.
Þá var algengt að skepnuhús væru byggð úr asbesti á trégrind,
eins og sést bak við fólkið, enda vissu menn þá ekki um hve
heilsuspillandi efni asbest er.
Fólkið á myndinni er, frá vinstri:
Ingvar Jónsson (d. 29.7.1978) frá Brúarlandi, Edda Guðmundsdóttir,
Jóhanna Valdimarsdóttir (Valdimars Núma Guðmundssonar),
Þórey Jónsdóttir (d.29.12.1966) frá Brúarlandi,
Inga Þorvaldsdóttir (d.14.12.2012) í Straumnesi dóttir hennar
og Margrét Guðbrandsdóttir (d.30.3.2004), móðir Eddu á myndinni.
Senda upplýsingar um myndina