Mynd vikunnar

Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson
Ljósmynd: Árni Geir Ingvarsson

Þessa dagana eru margir þreyttir á öllum snjónum sem gerir lífið að mörgu leyti erfiðara. Þá er um að gera að nýta sér snjóinn ef það er hægt. Hér hefur Árni Geir Ingvarsson fundið góða og ódýra leið til að halda bjórnum sínum köldum upp við þvottahúsdyrnar hjá sér. Myndin var tekin 24. nóvember 2012.