Mynd vikunnar

 Sjómennska

Við lendinguna í Bæjarvíkinni á Finnsstaðarnesi.
Maðurinn sem stendur aftan við bátinn er Gunnlaugur Björnsson frá
Efri-Harrastöðum og maðurinn fremst við bátinn er Davíð Sigtryggsson
frá Neðri-Harrastöðum.
Maðurinn á milli þeirra er óþekktur. Útræði var úr Bæjarvíkinni og enn má
sjá ummerki eftir byggingar við víkina. Bátar voru sjósettir með handafli
og síðan róið og eða siglt á miðin.
Þegar komið var úr róðri var báturinn síðan dregin á land oft með hjálp
snúningsspils en einnig oft bara á höndum. Þá skipti miklu máli að hafa
góða hlunna til að draga bátinn eftir til að draga úr mótstöðunni.
Þegar báturinn var svo kominn á sinn stað var oft borið í hann grjót til að
hann fyki nú ekki og skemmdist.
Aflanum var svo skipt á milli sjómannanna í fjörunni eftir ákveðnum reglum
þar sem eigandi bátsins fékk meira en hinir.
Senda upplýsingar um myndina