Mynd vikunnar

Þór Arason verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju laugardaginn 25. ágúst klukkan 14:00

Hógværð og iðjusemi eru fyrstu orðin sem upp koma í huga þeirra sem þekktu Þór Arason, þegar þeir minnast hans. Hann var maður sem vann öll sín verk af alúð, hávaðalaust og vel. Eftirsóttur verkmaður þó aldrei færi mikið fyrir honum enda dulur og hlédrægur. Þór var tryggur vinur vina sinna, greiðvikinn og afar hjálpsamur. Nú er hann kominn á bjartari stað með verkfærin sín albúinn að leysa þau verkefni sem honum verða þar falin, orðalaust en betur en flestir aðrir.

Hugur okkar, sem nutum þess að vera samferða Þór í lífinu, er hjá aðstandendum hans, sem nú kveðja góðan dreng.