Mynd vikunnar

 


Spákonufellsrétt 1962


Réttað í Spákonufellsrétt haustið 1962. Þá var algengt að fólk á
Skagaströnd ætti nokkrar kindur og fjársafnið var töluvert stórt þegar
allt var talið saman. Í dag (2018) eru sárafáar kindur í staðnum en svæðið
sem Sveitarfélagið Skagaströnd þarf að smala er þó jafn stórt og áður.
Áður var oft gaman í Spákonufellsrétt þar sem kvenfélagið seldi réttarkaffi
í réttarskúrnum og menn staupuðu sig og voru léttir í lund.
Á þessari mynd er Jón Pálsson skólastjóri til hægri. Drengurinn í úlpunni
er Jóhannes Pálsson (f. 1951 - d. 23.11.1986) og 
Ragnheiður Sigurjónsdóttir úr Sunnuhlíð aftan við hann.
Aðrir eru óþekktir.